Home Fréttir Í fréttum Orkuhúsið í Urðarhvarf 8 í Kópavogi

Orkuhúsið í Urðarhvarf 8 í Kópavogi

135
0
Urðarhvarf 8 Mynd: Aðsend/vb.is

Orkuhúsið og Reykjastræti fasteignafélag hafa skrifað undir 20 ára leigusamning.

Orkuhúsið og Reykjastræti fasteignafélag hafa skrifað undir 20 ára leigusamning um rúmlega 4.000 fermetra í Urðarhvarfi 8. Orkuhúsið mun flytja starfsemi sína í lok árs og hefja rekstur 1. janúar 2020.

Urðarhvarf 8 er eitt stærsta skrifstofuhúsnæði landsins, telur um 17.500 fermetra og um 8.000 fermetra bílakjallara á tveimur hæðum.

Allar kjarnaframkvæmdir eru langt komnar og byrjað er að innrétta húsið og ganga frá lóðarframkvæmdum. Húsið stendur á útsýnisstað við Elliðaárdal.

Urðarhvarf 8 er nútíma skrifstofuhúsnæði þar sem hagkvæmni og gæði er höfð að leiðarljósi fyrir leigjendur.

Orkuhúsið samanstendur af sjúkraþjálfun, röntgen þjónustu og bæklunarlæknaþjónustu. Orkuhúsið hefur verið við Suðurlandsbraut síðan 2003 og kveður því gamla staðinn eftir 16 farsæl ár.

Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Orkuhússins segir að þeim hafi liðið vel á Suðurlandsbraut. Nú hefst nýr kafli í nýbyggðu og glæsilegu húsi og munu þau flytja góða andann af Suðurlandsbrautinni með sér.

Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í vetur í frábærri nýrri aðstöðu fyrir starfsemina í Urðarhvarfi 8.

Reykjastræti er fasteignafélag sem m.a. á Hafnartorgið í Reykjavík. Páll Ólaf Pálsson, forsvarsmaður félagsins segir að viðtökur við Urðarhvarfi hafa verið góðar enda eru leigjendur að fá gæðamikið rými fyrir gott verð.

Um þriðjungur af húsinu er nú þegar leigður út og um 6.000 fermetrar eru í skoðun, sérstaklega frá fyrirtækjum í heilbrigðistengdum rekstri og viljum við fá eins mörg símtöl frá þeim geira og hægt er enda geta fyrirtækin stutt við hvert annað ef nábýlið er meira og það er allra hagur.

Urðarhvarf 8 verður sérsniðið að þörfum leigjanda, húsið er nýtt og hefur að geyma stóran bílakjallara. Þá eru einnig auka fundarherbergi, hjólageymslur, sturtuaðstaða fyrir bæði kyn og sameiginlegt mötuneyti.

Afhending leigurýma verður frá hausti 2019 og fram á vorsins 2020.

Heimild: Vb.is