Home Fréttir Í fréttum 19.06.2019 Hringvegur (1) um Öxnadalsheiði, styrking

19.06.2019 Hringvegur (1) um Öxnadalsheiði, styrking

236
0
Mynd: Visir.is

Vegagerðin býður hér með út styrkingu vegar og endurbætur á vegfláum á Hringvegi 1-p1, á Öxnadalsheiði. Um er að ræða tvo vegkafla og er annar er 800 m og hinn 300 m að lengd.

Helstu magntölur eru:

Efnisvinnsla 1.500 m³
Fyllingar, fláafleygar 8.850 m³
Burðarlag neðri hluti 324 m³
Burðarlag efri hluti 660 m³
Þurrfræsing 8.300 m2
Tvöföld klæðing 5.300 m2
Frágangur fláa 19.050 m2

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2019.

Útboðsgögnin eru afhent hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 4. júní 2019.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 19. júní 2019 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.