Home Fréttir Í fréttum Stærsta timb­ur­hús lands­ins við Mal­ar­höfða

Stærsta timb­ur­hús lands­ins við Mal­ar­höfða

348
0
Vinn­ingstil­lag­an að upp­bygg­ingu á Mal­ar­höfðareitn­um. Bygg­ing­in yrði stærsta timb­urbygg­ing lands­ins. Teikn­ing

Sam­kvæmt vinn­ingstil­lögu fyr­ir skipu­lag á lóð við Mal­ar­höfða og Sæv­ar­höfða, þar sem nú er Mal­bik­un­ar­stöðin, er gert ráð fyr­ir að reisa stærsta timb­ur­hús lands­ins með sem sam­tals verður um 22 þúsund fer­metr­ar að stærð, þar af um 17 þúsund fer­metr­ar af íbúðum.

Hægt verður að sækja vinnu þjón­ustu og leik­skóla­nám í bygg­ing­unni, auk þess sem mik­ill fjöldi íbúða verður þar.
Vinn­ingstil­lag­an var kynnt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar í dag, en um er að ræða hluta af verk­efni í sam­keppni „C40 Rein­vent­ing cities“ sem geng­ur út á græn­ar þró­un­ar­lóðir með sjálf­bærni og um­hverf­i­s­vænni byggð að leiðarljósi.

Sam­kvæmt til­lög­unni verður bygg­ing­in O-laga á 6-7 hæðum og byggt úr svo­kölluðum CLT-timb­urein­ing­um (cross lam­ina­ted timber).

Er það svipað og nýi Waldorf­skól­inn í Sól­túni er byggður úr.
Edda Ívars­dótt­ir borg­ar­hönnuður, seg­ir í sam­tali við mbl.is að CLT-ein­ing­arn­ar hafi ekki verið krafa til að taka þátt í sam­keppn­inni, en að slíkt fyr­ir­komu­lag stytti meðal ann­ars bygg­ing­ar­tíma þar sem ekki þarf að fara í upp­steyp­un held­ur er um fyr­ir­fram­gerðar ein­ing­ar að ræða.

Í til­lög­unni, sem unn­in er af Jakob+Macf­ar­la­ne. T.ark, Lands­lagi, Eflu, Heild og Upp­hafi.er gert ráð fyr­ir 300 fer­metra veit­ingastað, 400 fer­metra skóla, 4.100 fer­metra versl­un­ar og þjón­ustu­rými og svo 5 hæðum af íbúðum, sam­tals 17 þúsund fer­metr­um.

Edda seg­ir að í raun sé þarna verið að horfa til þess að byggja nýtt upp­haf af hverfi á neðan­verðum Ártúns­höfða, en þarna er gert ráð fyr­ir að borg­ar­lín­an muni fara um á leið upp yfir Ártúns­höfðann.

Seg­ir hún að bygg­ing­in í heild verði í raun eins kon­ar hverfi í sjálfu sér þar sem fólk geti fræðilega búið, unnið og haft börn á leik­skóla. Þá geti fólk nýtt þak­g­arða und­ir gróður­hús og rækt­un og í miðjunni verði garður sem eigi að veita gott skjól.

Næstu skref eru að vinn­ingsteymið mun hefja viðræður við borg­ina, en vinn­ingstil­lag­an þurfi auk þess að koma til móts við áskor­an­ir sem eru sjálf­bær­ar, líka að mæta ýms­um fjár­hags­leg­um áskor­un­um.

Edda seg­ir að þarna sé í raun verið að horfa til þess að búa til hús­næði sem er framar­lega á öll­um sviðum sjálf­bærni. „Þarna erum við að horfa til þess hvernig við ger­um bygg­ing­ar framtíðar­inn­ar,“ seg­ir hún.

Heimild: Mbl.is