Home Fréttir Í fréttum 300 íbúðir, versl­an­ir og skrif­stof­ur við Lág­múla

300 íbúðir, versl­an­ir og skrif­stof­ur við Lág­múla

254
0
Sam­kvæmt til­lög­unni á að rísa 10.360 fer­metra bygg­ing við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Suður­lands­braut­ar. Teikn­ing

Vinn­ingstil­laga fyr­ir skipu­lag á lóð á milli Lág­múla og gatna­móta Suður­lands­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar ger­ir ráð fyr­ir 4-8 hæða bygg­ingu sem verður sam­tals 10.360 fer­metr­ar, þar af versl­an­ir á fyrstu tveim­ur hæðunum, skrif­stof­ur á næstu tveim­ur hæðum og 300 litl­ar íbúðir í svo­kölluðu „co-li­ving“ um­hverfi þar fyr­ir ofan.

Vinn­ingstil­lag­an var kynnt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar í dag, en um er að ræða hluta af verk­efni í sam­keppni „C40 Rein­vent­ing cities“ sem geng­ur út á græn­ar þró­un­ar­lóðir með sjálf­bærni og um­hverf­i­s­vænni byggð að leiðarljósi.

Edda Ívars­dótt­ir borg­ar­hönnuður seg­ir í sam­tali við mbl.is að um sé að ræða hug­mynda­fræði sem hafi ekki mikið verið notuð hér á landi, ef frá eru tald­ir stúd­entag­arðar, en sé alltaf að verða vin­sælla og vin­sælla er­lend­is.

Meðal þess sem hug­mynda­fræðin geng­ur út á er að hver íbúi sé með sín­ar vist­ar­ver­ur, baðher­bergi og svefn­her­bergi, en til viðbót­ar sé sam­eig­in­legt þvotta­hús, eld­hús og vinnuaðstaða ásamt frí­stund­ar­rými.

Bygg­ing­in séð frá Lág­múla Teikn­ing

Í vinn­ingstil­lög­unni er svo­kallaður grænn borði sem er grænt svæði sem teyg­ir sig um alla bygg­ing­una, bæði lá­rétt og lóðrétt þar sem sam­eig­in­legt svæði er og verður meðal ann­ars í boði að vera með eig­in mat­væla­rækt­un.

Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur verið kallað „co-li­ving“ er­lend­is, en í ís­lensk­una vant­ar lýs­andi orð og ósk­um við hér með eft­ir hug­mynd­um frá les­end­um.

Edda seg­ir að vin­sæld­ir þessa íbúðaforms megi meðal ann­ars rekja til þess að marg­ir búi ein­ir en vilji geta deilt ein­hverj­um þátt­um með öðrum, meðal ann­ars upp á fé­lags­skap og ekki síður fyr­ir hagræði.

Hún seg­ir að nú taki við viðræður við vinn­ingsteymið, en keppn­inni fylgdi rétt­ur­inn til að ganga til samn­inga við borg­ina. Seg­ir hún að í fram­hald­inu muni koma í ljós hvernig þessi hug­mynda­fræði muni þró­ast hér á landi og hvort verk­tak­ar fari að sýna þessu áhuga.

Bygg­ing­in er sam­kvæmt til­lög­unni öll úr timbri, svo­kölluðum CLT ein­ing­um. Vinn­ingsliðið er sam­sett af, Basalt Arki­tekt­um, Eflu, Land­mót­un og Reg­inn fast­eigna­fé­lagi.

Heimild: Mbl.is