Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Meiri­hátt­ar vega­fram­kvæmd­ir á Ak­ur­eyri

Meiri­hátt­ar vega­fram­kvæmd­ir á Ak­ur­eyri

115
0
Gatna­mót Þór­unn­ar­stræt­is og Gler­ár­götu. Mynd: mbl.is/Þ​or­geir

Mikl­ar fram­kvæmd­ir standa yfir á þung­um um­ferðaræðum á Ak­ur­eyri, bæði við Gler­ár­götu og Þór­unn­ar­stræti. Fram­kvæmd­irn­ar hóf­ust um mánaðamót­in. Hluta þeirra ætti að ljúka í maí en fram­kvæmd­ir við lagn­ir geta staðið fram í ág­úst.

Verið er að gera vinstri­beygju­vasa á miðeyju Gler­ár­göt­um og sömu­leiðis breyt­ing­ar á út­keyrsl­unni úr versl­un­ar­göt­unni við húsaröðina að aust­an­verðu og inn á gatna­mót­in. Gatna­mót Gler­ár­götu og Tryggvabraut­ar verða lag­færð og vinstri­beygju­vasi Gler­ár­götu þar lengd­ur til suðurs.

Í lok mánaðar ætti stærstu verkþátt­um í þess­um fram­kvæmd­um að vera lokið.

Áfram verður þó eft­ir það unnið að ýms­um end­ur­bót­um á gatna­mót­um, til dæm­is með fjölg­un um­ferðarljósa.

Norður­orka vinn­ur að lagn­ingu Hjalt­eyr­ar­lagn­ar á gatna­mót­um Þór­unn­ar­stræt­is og Gler­ár­götu um þess­ar mund­ir. Svo verður sú lögn lögð norður Þór­unn­ar­strætið í allt sum­ar.

Heimild: Mbl.is