Home Fréttir Í fréttum Djúpvegur : Vegagerðin semur við Suðurverk hf

Djúpvegur : Vegagerðin semur við Suðurverk hf

313
0
Mynd: BB.is

Vegagerðin hefur samið við Suðurverk hf um lagningu á 7 km löngum kafla í Ísafjarðardjúpi í Hestfirði og Seyðisfirði.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2020.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfarenda á Djúpvegi.
Veglínan mun að mestu fylgja núverandi vegi yfir Eiðið en til að draga úr hæð og halla hans er nokkuð stór skering vestan í Eiðinu, og stór fylling í framhaldi af henni, þar sem vegurinn liggur niður í Seyðisfjörð.

Í botni Seyðisfjarðar, færist veglínan ofar í landið vegna lagfæringar á planlegu vegarins í vestanverðum fjarðarbotninum.

Því eru töluverðar fyllingar og skeringar á því svæði. Vegurinn verður hannaður skv. staðli fyrir vegtegund C8, þ.e. með 7,0 m breiðri akbraut og 0,5 m breiðum öxlum. Klæðing verður 7,8 m breið.

Alls bárust 5 tilboð í verkið of var Suðurverk hf með lægsta tilboð 448.239.294 kr eða 87% af kostnaðaráætlun sem var 513.891.792 kr.

Þrjú tilboð voru undir kostnaðaráætlun og aðeins eitt var hærra en kostnaðaráætlun.
Þotan ehf, Bolungarvík átti næstlægsta tilboðið 498.849.295 kr eða 97% af kostnaðaráætlun.

Heimild: BB.is