Home Fréttir Í fréttum 24.05.2019 Uppbygging íþróttamiðstöðvar Fram í Úlfarsárdal – EES forval

24.05.2019 Uppbygging íþróttamiðstöðvar Fram í Úlfarsárdal – EES forval

291
0
Úlfarsárdalur Mynd: Reykjavík.is

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir umsóknum í verkið:
Uppbygging íþróttamiðstöðvar Fram í Úlfarsárdal – EES forval nr. 14524

Verkið felst í uppbyggingu íþróttamiðstöðvar Fram í Úlfarsárdal. Um er að ræða áfanga í heildarmannvirki sem er Miðstöð menntunnar, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal.

Verkið innifelur einnig frágang lóðar. Íþróttahúsið er tengt öðrum hluta heildarmannvirkis og eru aðrir áfangar nú þegar í notkun eða í byggingu.

Helstu magntölur eru:
Uppgröftur 17.000 m³
Fylling 18.000 m³
Mótafletir 22.000 m²
Steypa 4.300 m³
Bendistál 500 tonn
Stálgrind 150 tonn
Hattaprófílar 260 m
Forsteyptar plötur, rifjaplötur og holplötur 830 m²
Forsteypt sæti 210 m³
Léttbyggt þak yfir íþróttasal 2.600 m2
Gluggar og gler 560 m2
Utanhússklæðningar 700 m2
Polycarbonate klæðning 320 m2
Rafmagnsrör plaströr 16.900 lm
Dósir (allar gerðir) 2.400 stk
Frárennslislagnir 2.750 lm
Frárennslisbrunnar 20 stk
Loftræsistokkar 1.800 lm
Loftræsikerfi 3 stk
Hitakerfi 7.900 lm
Neysluvatskerfi 2.200 lm
Sprinklerkerfi 3.000 lm

Lokaskiladagur verksins er 15. maí 2022.
Forvalsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 13:00 þann 29. apríl 2019 á vefslóðinni http://utbod.reykjavik.is
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Umsóknum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 24. maí 2019.