Home Fréttir Í fréttum 14.05.2019 Grandagarður 1a – Frágangur að utan og innan

14.05.2019 Grandagarður 1a – Frágangur að utan og innan

203
0
Mynd: Reykjaíkurborg

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:
Grandagarður 1a – Frágangur að utan og innan- útboð nr. 14528.

Lauslegt yfirlit yfir verkið:

Um er að ræða breytingar á innra skipulagi og lagfæringar á ytra byrði núverandi byggingar að Grandagarði 1A í Reykjavík.

Verkið nær í aðalatriðum til eftirtalinna verkþátta:
Fjarlægja allar innréttingar, tæki, lagnir, gólfefni og kerfisloft.
Saga rásir í gólf, undir lyftu og op vegna glugga á norðurhlið.
Múr og steypuviðgerðir
Leggja til og setja upp pallalyftu á milli hæða.
Lagfæra ytra byrði hússins og endurnýja glugga og gler.
Reisa nýja milliveggi,
Setja upp kerfisloft að hluta
Leggja ný gólfefni (dúkalögn)
Mála alla innveggi, útveggi, loft og glugga.
Allar raf-, fráveitu-, neysluvatns- og ofnalagnir endurnýjaðar.
Vélræn loftræsing.
Ný flóttaleið um járnsvalir og stiga á norðurhlið.
Norðurlóð lagfærð, hellulögð, malbikuð að hluta og reistir skjólveggir.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 16:00, 17. apríl 2019. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 14. maí 2019.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is