Home Fréttir Í fréttum Lagt til að Work North fái viðbótarverkefni fyrir rúmlega 40 milljónir kr....

Lagt til að Work North fái viðbótarverkefni fyrir rúmlega 40 milljónir kr. á Akranesi

312
0
Mynd: Skagafrettir.is

Niðurrif á sementsreitnum mun halda áfram á næstu misserum.
Allar líkur á því að verktakinn Work North ehf. fái viðbótarverkefni upp á rúmlega 40 milljónir kr.

Work North ehf. sá um niðurrif á efnisgeymslu og sementsstrompi.
Þetta kemur fram í fundargerð Skipulags – og umhverfisráðs Akraness frá því í gær.
Verkefnið felst í því að rífa veggina umhverfis sandþró ásamt öðru niðurrifi á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samið verði við Work North ehf. um að fjarlægja veggi umhverfis sandþró samhliða öðru niðurrifi við sementsreit.

Um yrði að ræða viðbótarverk við niðurrif á Sementsreit kr. 40.645.936.

Heimild: Skagafrettir.is