Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið við bandarískt fyrirtæki um breytingar á flugskýli fyrir kafbátaleitarvélar

Samið við bandarískt fyrirtæki um breytingar á flugskýli fyrir kafbátaleitarvélar

291
0
Mynd: Bandaríski sjóherinn

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur samið við bandaríska fyrirtækið Rizzani de Eccher Inc., sem staðsett er í Miami, Florida, um hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831, þannig að flugskýlið nýtist fyrir P-8A kafbátaleitarvélar bandaríska hersins sem staðsettar verða hér á landi.

Verkið felst einnig í hönnun og byggingu sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir sömu gerð flugvéla.

Samningurinn er til tveggja ára og skal verkinu vera lokið eigi síðar en í febrúar 2021.

Samningsupphæðin er tæplega 14 milljónir dollara eða rúmlega 1,6 milljarður króna. Fjögur fyrirtæki buðu í verkið, en ekki fengust svör um hvort íslensk fyrirtæki hafi verið þar á meðal.

Heimild: Sudurnes.net