Home Fréttir Í fréttum Ákærður fyr­ir niðurrif á Ex­eter-húsi

Ákærður fyr­ir niðurrif á Ex­eter-húsi

265
0
Ex­eter-húsið áður en það var rifið. Mynd: Mbl.is

Embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur ákært ann­an af tveim­ur fram­kvæmda­stjór­um verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Mann­verks vegna niðurrifs á svo­nefndu Ex­eter-húsi sem stóð við Tryggvagötu 12.

Húsið var rifið í heild og grunnað, en húsið naut lög­bund­inn­ar friðunar vegna ald­urs og hafði Minja­stofn­un Íslands ekki gefið leyfi fyr­ir niðurrif­inu.

Fram­kvæmda­stjór­inn, Jón­as Már Gunn­ars­son, var um­sjón­ar­maður dótt­ur­fé­lags­ins Mann­verks Tryg ehf., sem var bygg­ing­ar­stjóri við niðurrifið.

Eft­ir að húsið var rifið og end­ur­byggt. Ex­eter-húsið er gula húsið á mynd­inni. Mynd: Karl Smith

Húsið var á sam­einaðri lóð með Tryggvagötu 14, en Mann­verk var svo verktaki við upp­bygg­ingu á reitn­um, þar sem nú hafa meðal ann­ars risið hót­el og veit­ingastaðir.

Ákært er fyr­ir brot á lög­um um menn­ing­ar­minj­ar og lög­um um mann­virki. Viður­lög við þeim brot­um geta verið sekt­ir eða jafn­vel fang­els­is­dóm­ur.

Í lög­um um menn­ing­ar­minj­ar er einnig vísað til al­mennra hegn­ing­ar­laga þar sem heim­ilað er að dæma í allt að þriggja ára fang­elsi hvern þann „sem tek­ur burtu, ónýt­ir eða skemm­ir op­in­ber minn­is­merki eða hluti, sem ætlaðir eru til al­menn­ings nota eða skrauts, eða hluti, sem telj­ast til op­in­berra safna eða eru sér­stak­lega friðaðir.“

Í lög­um um mann­virki get­ur refsi­á­byrgð vegna brota verið allt að tvö ár, auk þess sem hægt er að svipta bygg­ing­ar­stjóra starfs­leyfi sínu.

Heimild: Mbl.is