Home Fréttir Í fréttum 19.03.2019 Reykjanesbraut (41), Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur (EES útboð)

19.03.2019 Reykjanesbraut (41), Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur (EES útboð)

355
0
Mynd: FBL/Pjetur

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, auk allra vega- og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega.

Lengd útboðskaflans er um 3,2 km. Þá er innifalin breikkun vegbrúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún.

Einnig er innifalin gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hefðbundinna hljóðmana, hljóðveggja og mana með jarðvegshólfum. Þá eru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og veglýsing.

Loks er innifalinn frágangur á landi og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja.

Helstu magntölur eru:

Rif malbiks og gangstétta 24.000 m2

Bergskeringar 26.000 m3

Fyllingar í vegagerð 50.000 m3

Jarðvegsfyllingar í hljóðvarnir 65.000 m3

Fláafleygar 18.000 m3

Lagnaskurðir 2.000 m

Ofanvatnsræsi 3.200 m

Brunnar 39 stk.

Styrktarlag 27.000 m3

Burðarlag 12.000 m3

Malbik 134.000 m2

Gangstígar 2.200 m2

Kantsteinar 6.900 m

Vegrið 7.500 m

Götulýsing, skurðgröftur og strengur 6.000 m

Ljósastaurar 120 stk.

Mótafletir 1.380 m2

Járnalögn, slakbending 80.300 kg

Eftirspennt járnalögn 10.400 kg

Steypa 820 m3

Stálvirki 56 tonn

Timburgólf 280 m2

Verkinu skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2020.

Útboðsgögn verða seld á minnislykli í móttöku Vegagerðarinnar Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá fimmtudeginum 14. febrúar 2019. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. mars 2019 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

Útboð þetta er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).