Home Fréttir Í fréttum Freista þess að fá á annan milljarð króna greiddan vegna kísilmálmverksmiðju í...

Freista þess að fá á annan milljarð króna greiddan vegna kísilmálmverksmiðju í Helguvík

264
0
Mynd: VÍSIR.IS

Munnlegur málflutningur í málaferlum ÍAV og ítalska fyrirtækisins Tenova gegn Arion banka vegna byggingar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness á morgun, 13. febrúar.

Fyrirtækin freista þess fá kröfur sínar vegna byggingar kísilmálmverksmiðjunnar upp á annan milljarð króna greiddar.

Málið snýst um að fyrirtækin telja Arion banka ekki hafa átt veðkröfu á þrotabú United Silicon.

Veðkrafan hafði í för með sér að Arion banki var fremst í kröfuhafaröðinni og tók yfir allar helstu eignir þrotabús United Silicon eftir að félagið var lýst gjaldþrota.

Fulltrúar fyrirtækjanna telja litlar líkur á að eitthvað fáist upp í kröfur þeirra nema dómur falli fyrirtækjunum í vil.

Fram kemur í skráningarlýsingu Arion banka að falli málið bankanum í óhag hyggst bankinn endurgreiða þrotabúinu.

Heimild: Sudurnes.net