Home Fréttir Í fréttum Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

67
0
Mynd: Kveikur - RÚV

Stefnt er að því að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík, í samvinnu ríkis og fjögurra sveitarfélaga. Áætlaður kostnaður eru rúmir tveir milljarðar.

Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit standa að rekstri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hvamms á Húsavík.

Húsnæðið er orðið gamalt og uppfyllir ekki nútímakröfur, að sögn Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra í Norðurþingi.

„Við erum allavega búin að bíða mjög lengi eftir því að þetta verði að veruleika og höfum róið að því til fjölda ára að verði gerðar úrbætur hér á því húsnæði sem við erum að nota núna til þessarar þjónustu og er auðvitað bara barn síns tíma,“ segir Kristján Þór.

Ríkið sýnir vilja og áhuga
Nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli velferðarráðuneytisins og sveitarfélaganna um byggingu hjúkrunarheimilis, þar sem verða sex ný rými og 54 sem leysa af hólmi eldra húsnæði.

Kristján segir að stefnt sé að því að skrifa undir mjög fljótlega. „Velferðarráðuneytið hefur tekið þetta út og veit nákvæmlega hvernig staðan er.

Enda snýst þetta ekkert um að sannfæra menn um það, þetta snýst um að taka ákvörðun um að þetta sé komið í algjöran forgang. Ég finn fyrir bæði áhuga og vlija ríkisins til að koma þessu af stað sem allra fyrst,“ segir Kristján Þór.

Gæti tekið þrjú til fjögur ár
Samkomulagið er þó gert með fyrirvara um fjárveitingu. Heildarkostnaður er áætlaður 2,2 milljarðar og ber ríkið 85% kostnaðar og sveitarfélögin 15%.

„Þetta er náttúrulega alltaf þriggja, fjögurra ára verkefni. Um leið og er búið að taka ákvörðun þarf sá tími að tikka áður en hægt er að flytja inn í nýtt heimili,“ segir Kristján Þór.

Heimild: Ruv.is