Home Fréttir Í fréttum 06.03.2019 Kröflulína 3 – Eftirlit með vegslóð, jarðvinnu og undirstöðum

06.03.2019 Kröflulína 3 – Eftirlit með vegslóð, jarðvinnu og undirstöðum

256
0
Mynd: Landsnet

Landsnet óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð vegslóðar og jarðvinnu við undirstöður nýrrar Kröflulínu 3 eins og lýst er í útboðsgögnum KR3-65.

Verkið felst í eftirliti með slóðagerð, jarðvinnu og undirstöðum vegna Kröflulínu 3 sem unnið er skv. útboðsgögnum KR3-01, KR3-02 og KR3-03.

Útboðsverkin þrjú felast í gerð vegslóða og vinnuplana, jarðvinnu og niðurlögn undirstaða og stagfesta, borun fyrir bergboltum og gerð staðsteyptra undirstaða.

Eftirlit skal koma fram fyrir hönd verkkaupa gagnvart verktaka við framkvæmd útboðsverkanna m.t.t. gæða, umhverfis- og öryggismála.

Kröflulína 3 verður um 121 km og er gert ráð fyrir 329 möstrum.

Nánari upplýsingar er finna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á útboðsvef Landsnets, mánudaginn 4. febrúar nk.

Tilboðum skal skila fyrir þann 06. mars 2019, kl. 14:00 í gegnum útboðsvef Landsnets.

Previous article20.03.2018 Kröflulína 3 – Jarðvinna vegslóð og undirstöður: JÖKULSÁ Á FJÖLLUM – JÖKULSÁ Á DAL
Next article07.03.2019 Hnappavellir – Alverk – Nýtt tengivirki