Home Fréttir Í fréttum Ætla að reisa skjól­stöðvar við fjar­stæði

Ætla að reisa skjól­stöðvar við fjar­stæði

215
0
Svona gætu skjól­stöðvarn­ar á fjar­stæðum Kefla­vík­ur­flug­vall­ar litið út, sam­kvæmt til­lögu sem unnið er með. Teikn­ing/​VSÓ og Arkís

Til stend­ur að byggja fjór­ar 250-300 fer­metra bygg­ing­ar á fjar­stæðum Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, til þess að verja farþega sem ganga um borð í flug­vél­ar á fjar­stæðum fyr­ir veðri og vind­um.

Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri tækni- og eigna­sviðs Isa­via, staðfest­ir við mbl.is að stjórn Isa­via hafi samþykkt að bjóða út bygg­ingu þess­ara mann­virkja, en teikn­ing­ar af þeim má sjá hér að neðan. Von­ast er til þess að hægt verði að fara í útboð í vor.

Stöðvar sem þess­ar kall­ast „apron bo­ar­ding stati­ons“ á ensku. Þær mætti til dæm­is nefna skjól­stöðvar á ís­lensku, en starfs­menn Isa­via kalla mann­virk­in reynd­ar „byrðing­ar­hús á fjar­stæðum“.

Flug­vél­ar WOW air í fjar­stæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli. mbl.is/​Eggert

Bætt ör­yggi og betri þjón­usta
Guðmund­ur Daði lýs­ir því fyr­ir blaðamanni að farþegar muni fara með rút­um frá flug­stöðinni að nýju mann­virkj­un­um, ganga síðan inn í þau og svo upp um eina hæð og inn í flug­vél­ina í gegn­um land­gang.

„Þeir munu ganga um borð í gegn­um mann­virki í staðinn fyr­ir að vera úti fyr­ir veðri og vind­um á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Guðmund­ur Daði, en verk­efnið er liður í því að bæta gæði þjón­ustu og ör­yggi á fjar­stæðum vall­ar­ins.

Teikn­ing/​VSÓ og Arkís

Víða notað þar sem veðurfar er svipað
Skjól­stöðvar sem þess­ar er að finna víða á stór­um flug­völl­um þar sem lofts­lag er svipað og hér, til dæm­is í München, þar sem þetta hef­ur reynst vel að sögn Guðmund­ar Daða.

Hann bæt­ir við að byrjað verði á fjór­um mann­virkj­um, en að stöðvarn­ar gætu orðið enn fleiri, verði reynsl­an af þeim góð.

Fjar­stöðvar standa á fjar­stæðum á flug­vell­in­um í München í Þýskalandi og hafa gefið góða raun. Gervi­hnatta­mynd/​Google Maps

Heimild: Mbl.is