Home Fréttir Í fréttum Reykjavíkurborg ætlar að greiða 140 milljónir fyrir tvö pálmatré – „Er borgarmeirihlutinn...

Reykjavíkurborg ætlar að greiða 140 milljónir fyrir tvö pálmatré – „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“

208
0
Mynd: Dv.is

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gróðursetja tvö pálmatré í nýju hverfi í Vogabyggð, sem er austan við Sæbraut.

Í samtali við RÚV sagði Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarnar og formaður dómnefndar að þetta yrði segull og kennileiti fyrir hverfið. Verða pálmatrén í upphituðum glerhjúp.

Munu þessi tvö pálmatré kosta 140 milljónir króna, en ekki er tekið fram hver árlegur rekstrarkostnaður verður á glerhjúpunum sjálfum sem pálmatrén munu verða í.

Fréttamaður RÚV spurði Hjálmar Sveinsson hvað gera ætti með þá sem ekki kæra sig um að hafa pálmatré í bakgarðinum svaraði hann: „Þá ætti kannski viðkomandi að leita sér að íbúð þar sem að pálmatrén blasa ekki við.“

Nokkrir hafa tjáð sig um málið á Facebook og er líklegt að þeir verði fleiri.

„Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?,“ spyr Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Fréttir í kvöld: „Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðareigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu.

“ Og allir skála fyrir þessu. Lóðareigendur munu saman verja 140 milljónum til að kaupa listaverk,pálmatré segir í fréttinni.

Fjárhæð sem verja á til kaupa á listaverki eða listaverkum nemur 140 milljónum króna og er verkefnið kostað sameiginlega af Reykjavíkurborg og lóðareigendum Vogabyggðar. Hér er klár staðfesting á hvar forgangsröðun borgarinnar liggur!

Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hefur þetta um málið að segja: „Í fréttum var sagt að það ætti að kosta 140 m.kr. að setja upp þessa tvo pálma í Vogahverfinu. Nú er langt síðan ég vann í garðyrkju, en er það ekki ansi dýrt? Hver pálmi eins og fimm íbúðir í raðhúsi í Þorlákshöfn? Og þá eigum eftir að taka tillit til þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafa að undanförnu farið allt að 250% fram úr áætlun. Kostnaður við þetta verður því á bilinu 140 til 500 m.kr.“

Einar Bárðarson athafnamaður slær á létta strengi og leggur til að vatnið verði ekki sótt yfir lækinn: „Já. Vilja menn ekki leita samt upp við Vífilstaðavatn áður en þeir sækja Pálmatréin til Saudi Arabíu til að fyrirbyggja að dönsku-stráin endurtaki sig.“

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík setur orð í ljóð: „Dönsk strá og pálmatré.
Allt fyrir borgarfé. Hrosshár í strengjum og holað innan tré. Ekki átti fiðlungur meira fé.“

Heimild: Dv.is