Home Fréttir Í fréttum Fimm­tíu íbúðir af­hent­ar í lok fe­brú­ar

Fimm­tíu íbúðir af­hent­ar í lok fe­brú­ar

344
0
Bríet­ar­tún 9-11. Teikn­ing/​PKdM Arki­tekt­ar

Verið er að leggja loka­hönd á fimm­tíu íbúðir í Bríet­ar­túni 9-11 og til stend­ur að af­henda þær í lok fe­brú­ar.

Þetta seg­ir Pét­ur Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður fast­eignaþró­un­ar­fé­lags­ins Eykt­ar.

Sam­kvæmt sölu­vef Höfðatorgs eru 40 íbúðir af 94 óseld­ar í íbúðat­urn­in­um. Af þeim 54 sem eru seld­ar er heim­ild fyr­ir skamm­tíma­leigu í 38 þeirra.

Að sögn Pét­urs keyptu ýms­ir aðilar íbúðirn­ar 38, bæði ein­stak­ling­ar og fé­lög.

Pét­ur seg­ir að tölu­vert sé verið að skoða íbúðirn­ar sem eru óseld­ar og kveðst til að mynda eiga von á til­boðum í tvær til þrjár fyr­ir helgi.

Hann seg­ir það venju­lega þannig í fast­eigna­brans­an­um að íbúðir fari að selj­ast þegar nær dreg­ur af­hend­ingu og kveðst vera ánægður með gang mála til þessa.

Fram­kvæmd­ir við Bríet­ar­tún 9-11 á síðasta ári. Mynd: mbl.is/​​Hari

Bríet­ar­tún 9-11 er tvö sam­byggð fjöl­býl­is­hús og kosta íbúðirn­ar að meðaltali 64 millj­ón­ir króna. „Þetta er ekki dýrt miðað við gæðin,“ seg­ir Pét­ur aðspurður og nefn­ir að í íbúðunum sé vatnsúðakerfi, hiti í gólfi og svala­lok­an­ir.

Heimild: Mbl.is