Home Fréttir Í fréttum 206 millj­óna gjaldþrot SS verks

206 millj­óna gjaldþrot SS verks

329
0
Sig­urður Krist­ins­son var dæmd­ur í síðasta mánuði fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot í rekstri SS verks. Eng­ar eign­ir fund­ust í bú­inu við þrot fé­lags­ins. Mynd: mbl.is/​Hari

Ekk­ert fékkst upp í 206 millj­óna króna kröf­ur í þrota­bú Verktaks 15 ehf. áður þekkt sem SS verk ehf. Eng­ar eign­ir fund­ust í bú­inu, en Héraðsdóm­ur Reykja­ness dæmdi Sig­urð Ragn­ar Krist­ins­son, fyrr­ver­andi eig­anda, í 20 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi í des­em­ber fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

Var Sig­urði einnig gert að greiða 137 millj­ón­ir króna í sekt til rík­is­sjóðs. Bar hon­um að greiða hana inn­an fjög­urra vikna. Greiði hann ekki sekt­ina þarf hann að sæta fang­elsis­vist í 360 daga.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði fé­lagið gjaldþrota 25. janú­ar 2017 og fund­ust eng­ar eign­ir í bú­inu. Skipt­um var lokið 21. ág­úst síðastliðinn, að því er fram kem­ur í Lög­birt­ing­ar­blaðinu.

Sig­urður er einnig einn sak­born­inga í Skák­sam­bands­mál­inu sem snýr að inn­flutn­ingi á um fimm kíló­um af am­feta­míni til Íslands frá Spáni.

Heimild:Mbl.is