Home Fréttir Í fréttum VSÓ Ráðgjöf veltir 99 milljónum meira

VSÓ Ráðgjöf veltir 99 milljónum meira

288
0
VSÓ Ráðgjöf Aðsend mynd/vb.is

Hagnaður ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækisins jókst um 8 milljónir á milli ára, og náði 60 milljónum.

Ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækið VSÓ Ráðgjöf hagnaðist um 60 milljónir króna á árinu 2017 að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Árið 2016 nam hagnaðurinn 52 milljónum.

Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 99 milljónir króna á milli ára. Árið 2017 námu þær 1.333 milljónum samanborið við 1.234 árið á undan.

Í árslok 2017 voru eignir metnar á 479 milljónir sem er aðeins minna en ári áður þegar þær voru metnar á 493 milljónir.
Eigið fé hækkaði aðeins á milli ára eða úr 226 milljónum í 233 milljónir.

Skuldir félagsins námu 245 milljónum samanborið við 268 í árslok 2016.

Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði 40 milljóna króna arður til hluthafa vegna rekstrarársins 2017 en í árslok voru hluthafarnir 16 talsins.

Fjórir einstaklingar áttu á bilinu 18 til 21% hlut í félaginu en aðrir hluthafar áttu 2,5% eða minna. Grímur Már Jónasson er framkvæmdastjóri VSÓ Ráðgjafar.

Heimild: Vb.is