Home Fréttir Í fréttum Íhuga flutn­inga vegna spreng­inga

Íhuga flutn­inga vegna spreng­inga

146
0
Spreng­ing­ar trufla í Kenn­ara­hús­inu og á Barna­spítal­an­um. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við erum al­veg að verða geðbiluð hérna. Þetta er miklu verra en við gerðum ráð fyr­ir,“ seg­ir Guðríður Arn­ar­dótt­ir, formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara.

Guðríður starfar í húsi Kenn­ara­sam­bands Íslands við Lauf­ás­veg. Fram­kvæmd­ir við nýj­an Land­spít­ala hafa ekki farið fram hjá starfs­fólki í hús­inu en sprengi­vinna hef­ur staðið yfir síðan um miðjan októ­ber.

Leyfi­legt er að sprengja þris­var sinn­um á dag; klukk­an 11, klukk­an 14.30 og klukk­an 17.30.

„Það kem­ur píp á und­an spreng­ing­un­um og maður er með skil­yrt­an kvíðahnút í mag­an­um. Svo kem­ur spreng­ing­in, þær eru stund­um stór­ar og stund­um litl­ar. Það hafa dottið mynd­ir af veggj­un­um hérna og brotnað.

Starfs­skil­yrðin hérna eru al­ger­lega óbæri­leg því svo er verið að fleyga inni á milli,“ seg­ir Guðríður.

Húsið var reist árið 1908 og er því friðað, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morgu­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is