Home Fréttir Í fréttum Eldur í vinnuskúrum í Úlfarsárdal

Eldur í vinnuskúrum í Úlfarsárdal

148
0
Ekki liggja fyrir upplýsingar um umfang skemmda en tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök. Mynd: Vísir/Jóhann

Eldur kom upp í vinnuskúrum í Úlfarsárdal við Lambhagasveg í nótt. Nokkrar skemmdir voru vegna eldsins en slökkviliðsmenn frá tveimur slökkviliðsstöðvum voru á vettvangi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um umfang skemmda en tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök.

Slökkvistarfi er þó ekki lokið enn og verða slökkviliðsmenn á vettvangi til að vakta mögulegar glæður í skúrunum.

Ljóst er að nokkrar skemmdir urðu á skúrunum en umfang þeirra liggur ekki fyrir. Mynd: Vísir/Haukurinn
Mynd: Vísir/Jóhann

Heimild: Visir.is