Home Fréttir Í fréttum Eykt bauð best í byggingu Stapaskóla

Eykt bauð best í byggingu Stapaskóla

294
0

Verktakafyrirtækið Eykt ehf. átti lægsta tilboðið í byggingu Stapaskóla í Dalshverfi í Innri-Njarðvík.

Tilboð fyrirtækisins var jafnframt það eina af þremur sem bárust sem er undir kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar.

Útboðið var unnið í samstarfi við Ríkiskaup.

Eftirtalin tilboð bárust í verkið.

1.  Eykt ehf.

kr. 2.454.644.358.-

2. Munck-Ísland

kr. 2.718.316.874.-

3. Mannverk ehf.

kr. 2.799.898.733.-

Kostnaðaráætlun kr. 2.587.082.547.-

Heimild: Sudurnes.net