Home Fréttir Í fréttum „Eng­in bygg­ing reist í Vík­urg­arði“

„Eng­in bygg­ing reist í Vík­urg­arði“

194
0
Frá fram­kvæmd­um á Landsímareitn­um. mbl.is/​​Hari

Eng­in bygg­ingaráform eru fyr­ir­huguð í Vík­urg­arði og eng­ar graf­ir verða lagðar und­ir hót­el. Þetta segja for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins Lind­ar­hvols sem ætl­ar að byggja hót­el á Lands­s­ímareitn­um.

Fyrr í dag mætti fólk í Vík­urg­arð, þar sem nú er Fógetag­arður­inn „til að mót­mæla því að graf­ir 600 Reyk­vík­inga verði lagðar und­ir hót­el“, eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Þess­ari staðhæf­ingu vísa for­svars­menn fram­kvæmd­anna á bug og segja að sam­kvæmt deili- og aðal­skipu­lagi nái fyr­ir­huguð fram­kvæmd ekki inn á kirkju­g­arðinn forna.

„Fyr­ir­hugaðar bygg­ing­ar á Lands­s­ímareitn­um, þar sem Lands­s­íma­húsið stend­ur, hafa verið á skipu­lags­upp­drátt­um í rúma þrjá ára­tugi, eða frá ár­inu 1987.

Þess­um upp­drátt­um er hægt að fletta upp á net­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Jó­hann­es Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­hvols, sendi nú í kvöld.

Seg­ir hann for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa ít­rekað komið þess­um upp­lýs­ing­um til sam­tak­anna og þá hafi Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur bent for­svars­mönn­um hóps­ins á þær upp­lýs­ing­ar.

Það verður eng­in bygg­ing reist í Vík­urg­arði.

Þetta get­ur hver sem er staðreynt með því að skoða deili­skipu­lags­upp­drætti, sem eru aðgengi­leg­ir á www.skipu­lag.is, sem og samþykkta aðal­upp­drætti, sem eru aðgengi­leg­ir hjá þjón­ustu­veri Reykja­vík­ur­borg­ar,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is