Home Fréttir Í fréttum „Gerviverktökum“ fjölgar

„Gerviverktökum“ fjölgar

253
0
Mynd: Fréttablaðið/Anton brink

Tímabundnar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkum ráðningum fylgir engin vernd vinnuafls þar sem samningur liggur ekki fyrir.

Sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar segir að taka þurfi á stækkandi vanda sem sé orðinn ansi sjáanlegur í iðngreinum.

Í dag efndi Efling til fundar um stöðu verktaka og lausavinnufólks. Umræðuefni fundarins var svokallað „tengihagkerfi“, fyrirkomulag vinnu sem byggir á tímabundnum ráðningum með litlu sem engu atvinnuöryggi.

Slíkar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi heldur svokallaða gerviverktaka.

Sviðstjóri Félagssviðs Eflingar segir vandann mjög sjáanlegan í iðngreinum.

„Það sem við stöndum frammi fyrir hérna er að starfsmenn í ýmsum atvinnugreinum eru beðnir um að vinna án nokkurs samnings eða samkvæmt samningi sem þýðir í raun að menn fá engar tryggðar vinnustundir og fá enga vernd. Við sjáum þetta í öllum atvinnugreinum.

Daglaunamönnum er sagt að mæta á byggingarstað einn dag en kannski ekki næsta dag. Þetta þýðir að þeir hafa ekkert atvinnuöryggi, þeir hafa enga talsmenn, þeit óttast að leita til verkalýðsfélags eða opinberra stofnanna,“ segir Maxim Baru, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar.

Hann segir mikilvægt að gerviverktakar, stilli saman strengi og tilgreini kröfur sínar.

„Við þurfum að kenna fólki að þekkja raunhæfar kröfur sem það getur gert til greinarinnar og skipuleggja baráttu og setja þrýsting á stjórnvöld og atvinnurekendur til að breyta þessari hegðun.

Verkalýðsfélögin hafa úrræði og þekkingu til að gera þetta en við verðum að hugsa á skapandi hátt. Atvinnurekendur hugsa á skapandi hátt um hvernig hægt sé að sundra fólki og við verðum að hugsa um hvernig hægt sé að sameina það, sem þýðir að tala við þau og sjá hvers konar stofnanir þau þurfa,“ segir Maxim.

Heimild: Visir.is