Home Fréttir Í fréttum Mótmæla seinagangi við byggingu stúdentaíbúða

Mótmæla seinagangi við byggingu stúdentaíbúða

62
0

Nemendur við Háskóla Íslands tóku þátt í þöglum setumótmælum sem Stúdentaráð HÍ efndi klukkan eitt í dag. Stefnt er að því að mótmæla til klukkan 16 en á sama tíma fer fram fundur háskólaráðs þar sem til umfjöllunar er reitur Gamla Garðs og bygging stúdentaíbúða á reitnum.

„Staðið hefur til frá mars 2016 að byggja stúdentaíbúðir á reitnum en framkvæmdir hafa enn ekki hafist þrátt fyrir ítrekuð loforð Háskóla Íslands um breiða sátt. Skiptar skoðanir eru á ásýnd og fegurðarmati byggingarinnar sem þar mun rísa, sem hefur dregið alla vinnu langt umfram eðlileg tímamörk og eftir sitja stúdentar í húsnæðisvanda,“ segir í boði stúdentaráðs.

„Nú verður rætt um eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta í háskólaráði. Stúdentar hafa í því ljósi ákveðið að fylla rektorsgang fyrir fund og á meðan fundi stendur. Stúdentar krefjast þess að tekin verði endanleg ákvörðun um útfærslu uppbyggingar á reitnum fyrir áramót.“

Stúdentar eru með skilti.Vísir/Vilhelm
Ég var tveimur dögum frá því að vera heimilislaus, segir á einu skiltinu. Vísir/Vilhelm

Heimild: Visir.is