Home Fréttir Í fréttum Þakið ekki gallað þrátt fyr­ir leka

Þakið ekki gallað þrátt fyr­ir leka

167
0
Ásgarður í Garðabæ. Mynd: mbl.is/​Júlí­us

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, seg­ir að eng­inn galli sé á þaki fim­leika­húss bæj­ar­ins í Ásgarði þrátt fyr­ir að kvartað hafi verið yfir leka inni í saln­um.

Aðeins tíu ár eru síðan húsið var reist.

Kvartað er yfir ástand­inu í bréfi sem fram­kvæmda­stjóri Ung­menna­fé­lags Stjörn­unn­ar sendi bæj­ar­ráði og sagt að nauðsyn­legt hafi verið að hafa föt­ur og hand­klæði úti um all­an sal þegar rign­ing er úti.

Krummi krunkaði í dúk­inn

Gunn­ar seg­ir að bréfið hafi verið skrifað eft­ir að gert hafi verið við þakið. Varðandi lek­ann seg­ir hann að unn­in hafi verið skemmd­ar­verk á þak­inu síðasta vet­ur, skorið hafi verið á dúk og lekið hafi í fram­hald­inu. Smá tíma hafi tekið að átta sig á lek­an­um. Búið er að gera við það. Eft­ir það fór krummi að kroppa í dúk­inn og olli hann ein­hverj­um skemmd­um.

Þar fyr­ir utan eru rey­klúg­ur á þak­inu sem frjó­sa stund­um ef snjór safn­ast ná­lægt þeim. „Við erum að vinna í því að klára það. Þetta er nú ekk­ert stór­mál,“ seg­ir hann og tal­ar um lítið viðhalds­mál. „Þetta er í fínu standi.“

Vísað til íþrótta­full­trúa

Spurður út í ósk fim­leika­deild­ar Stjörn­unn­ar og Ung­menna­fé­lags Stjörn­unn­ar um fjár­magn til áhalda­kaupa með hliðsjón af slysa­hættu og ör­ygg­is­stöðlum seg­ir Gunn­ar að bæði stofn­an­ir, skól­ar og fé­lög sæki um tæki og tól vegna gerðar fjár­hags­áætl­un­ar. Eft­ir það er þeim mál­um vísað til íþrótta­full­trúa. Sér­stök upp­hæð sé ákveðin fyr­ir tæki og búnað fyr­ir íþróttamiðstöðina og eft­ir það reyni menn að moða úr því eins vel og hægt er.

Hann kveðst ekki vita um kostnaðinn við að end­ur­nýja tækja­búnaðinn í fim­leika­hús­inu.

Heimild: Mbl.is