Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Brunavarnir Suðurnesja og ÍSTAK undirrita samning um nýja slökkvistöð

Brunavarnir Suðurnesja og ÍSTAK undirrita samning um nýja slökkvistöð

163
0
Við undirritun samningsins, (frá vinstri) Friðjón Einarsson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja, Brynjar Brjánsson og Karl Andreassen frá Ístaki, Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri og Sigurður Skarphéðinsson aðstoðarslökkviliðsstjóri. Mynd: Ístak.is

Þann 17. október sl. var undirritaður samningur á milli Ístaks og Brunavarna Suðurnesja um byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ.

Áætlað er að stöðin verði tekin í notkun í lok nóvember á næsta ári.

Stöðin verður á tveimur hæðum, um 2250 m2 að gólffleti og auk slökkviðstöðvar verður aðgerðarstjórnstöð fyrir almannavarnir í húsinu.

Staðsetning stöðvarinnar er við Flugvelli, ofan Iðuvalla og er því miðsvæðis þegar horft er til þjónustusvæðis Brunavarna Suðurnesja sem nær frá Reykjanesbæ, í Sandgerði, Garð og Voga.

Eins er stutt í flugstöðina, en mikil aukning hefur orðið á sjúkraflutningum í tengslum við aukinn ferðamannastraum til landsins.

Núverandi húsnæði er orðið 50 ára gamalt og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga í dag og því mun öll aðstaða gjörbreytast með nýju stöðinni.

Heimild: Ístak.is