Home Fréttir Í fréttum Gjald­skýl­in urðu gröf­un­um að bráð

Gjald­skýl­in urðu gröf­un­um að bráð

160
0
Litlu gjald­skýl­in höfðu lokið hlut­verki sínu og urðu að víkja. Ljós­mynd/​Spöl­u

Starfs­menn verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Þrótt­ar ehf. unnu við það í vik­unni að fjar­lægja tvö af þrem­ur gjald­skýl­um Hval­fjarðarganga með stór­virk­um gröf­um. Þeir brutu jafn­framt upp ramm­lega járn­bent steypu­virki sem skýl­in standa á milli ak­reina.

Vega­gerðin tók við göng­un­um um síðustu mánaðamót og það var henn­ar ósk að Spöl­ur fjar­lægði gjald­skýl­in. Kostnaður við niðurrifið var áætlaður um 15 millj­ón­ir króna. Stærsta gjald­skýlið mun standa áfram, þótt ekk­ert gjald sé nú inn­heimt, en þar inni eru ým­iss kon­ar lagn­ir og búnaður sem til­heyr­ir starf­semi Hval­fjarðarganga.

Verktak­inn við ganga­gerðina, Foss­virki, reisti gjald­skýl­in í aðdrag­anda þess að göng­in voru opnuð sum­arið 1998. Hönnuður þeirra var Magnús H. Ólafs­son arki­tekt á Akra­nesi. Þetta kem­ur fram í frétt á heimasíðu Spal­ar.

Heimild: Mbl.is