Home Fréttir Í fréttum Brjóta niður skýli við Hvalfjarðargöng

Brjóta niður skýli við Hvalfjarðargöng

286
0
Mynd: Spölur

Nú er verið að rífa tvö skýli við Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir umferð við norðurenda ganganna.

Ekki stendur til að rífa aðalskýlið þar sem gjöld fyrir akstur um göngin voru innheimt. Vegagerðin hyggst nýta það áfram.

Talsverðar breytingar þarf að gera til að einfalda akstur inn og út úr Hvalfjarðargöngum eftir að gjaldheimtu þar var hætt 28. september.

Framkvæmdir standa nú yfir við norðurenda ganganna þess vegna. Verktakafyrirtækið Þróttur ehf. fjarlægir skýlin

Mynd: Spölur

Malbikað og málaðar nýjar umferðamerkingar
Á vegum Spalar er verið að rífa tvö af þremur skýlum sem upphaflega voru reist til að innheimta veggjald í göngin.

Fljótlega var hætt að nota skýlin við innheimtu en þau þess í stað notuð sem birgðageymsla og rými fyrir tæknibúnað.

Þá þarf að brjóta járnbent steypuvirki milli akreina. Þar sem skýlin stóðu verður malbikað og málaðar nýjar yfirborðsmerkingar fyrir umferð.

Mynd: Spölur

Stærsta skýlið fær að standa áfram
Ekki verður hróflað við stærsta skýlinu, þar sem veggjöldin voru innheimt.

Þar er meðal annars myndavélabúnaður til að fylgjast með umferð og annað slíkt.

Þá verður fyrst um sinn vakt í skýlinu nema yfir blánóttina. „Við viljum síðan halda skýlinu til að geta nýtt, viljum við senda vakt á staðinn eða annað slíkt, síðar meir,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þannig að það fær að standa.“

Heimild: Ruv.is