Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021

Opnun útboðs: Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021

220
0

Bæjarráð Garðabæjar 31. (1846). Úr fundargerð 04.09.2018

Lögð fram eftirfarandi tilboð eftir yfirferð.

Vegamál – Vegmerking ehf. kr. 34.981.668
Íslenska gámafélagið ehf. kr. 37.362.000
Garðlist ehf. kr. 39.300.000
Gröfuverk ehf. kr. 41.533.332
Hreinsitækni ehf. kr. 42.474.000

Kostnaðaráætlun kr. 39.900.000

Tilboð lægstbjóðanda uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hæfni og reynslu í grein 0.1.3. í útboðsskilmálum en bjóðandi hefur ekki unnið sambærilegt verk að umfangi á síðast liðnum 5 árum og yfirstjórnandi verksins hefur ekki 5 ára reynslu af sambærilegum verkefnum. Þá hefur bjóðandi ekki skilað lýsingu á gæðastjórnunarkerfi eins og áskilið er í grein 0.4.2 í útboðsgögnum.

Tilboði lægstbjóðanda er af ofangreindum ástæðum hafnað.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði næst lægstbjóðanda Íslenska gámafélagsins með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings en um er að ræða innkaup yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins.

Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða var áður boðin út í byrjun júní en á fundi bæjarráðs sem var haldinn 3.júlí sl. var samþykkt vísan til ágalla í auglýsingu, og að öðru leyti við framkvæmd útboðsins, að hafna öllum tilboðum og auglýsa útboðið að nýju