Home Fréttir Í fréttum Borg­in og bank­arn­ir skrúfa fyr­ir ný hót­el

Borg­in og bank­arn­ir skrúfa fyr­ir ný hót­el

180
0
Fjár­fest­ar eru að reisa 80 her­bergja hót­el á horni Grens­ás­veg­ar og Fells­múla. Til stóð að opna hót­elið í sum­ar. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Reykja­vík­ur­borg er far­in að hafna um­sókn­um um ný hót­el og nýj­ar hótel­íbúðir í miðborg­inni. Þá hafa gisti­leyfi ekki verið end­ur­nýjuð.

Hjalti Gylfa­son, fram­kvæmda­stjóri Mann­verks, seg­ir þessa stefnu­breyt­ingu eiga þátt í að fé­lagið hef­ur end­ur­hugsað tvö hót­el­verk­efni. Þess í stað er nú horft til þess að byggja íbúðir. Áformað er að taka minnst 730 hót­el­her­bergi í notk­un í borg­inni á næsta ári. Við það bæt­ast 54 hótel­íbúðir. Sam­an­lagt rúm­ar þessi viðbót vel á annað þúsund gesta.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa bank­arn­ir skrúfað fyr­ir út­lán til hót­el­bygg­inga. Þá á óvissa um stöðu flug­fé­lag­anna þátt í að dregið hef­ur verið úr út­lán­um til ferðaþjón­ustu­verk­efna al­mennt.

Hall­dór Ástvalds­son, hót­el­stjóri Al­fred’s Apart­ments, seg­ir jafn­vægi að mynd­ast í fram­boði og eft­ir­spurn á hót­el­markaði. Hann undr­ast hversu mörg hót­el eru í smíðum. Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Linda Jó­hanns­dótt­ir, sem rek­ur Eyja Gulds­meden hót­elið, seg­ir bók­an­ir líta mjög vel út.

Heimild: Mbl.is