Home Fréttir Í fréttum Matfugl í framkvæmdir fyrir milljarð

Matfugl í framkvæmdir fyrir milljarð

138
0
Mynd: jlastras - Wikimedia Commons
Matfugl áformar að stækka kjúklingabú sitt í Hvalfjarðarsveit töluvert. Nú eru þar 80 þúsund eldisrými og áætlað að fjölga þeim í 190 þúsund. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er einn milljarður króna. Framkvæmdastjóri Matfugls segir að verið sé að horfa til framtíðar með stækkuninni.

Bændablaðið greindi fyrst frá. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir í samtali við RÚV að verkefnið sé enn á undirbúningsstigi.

Frummatsskýrsla sé tilbúin og unnið sé að umhverfismati.

„Þetta verður ekki endilega gert allt í einu, þetta eru í heildina fjögur hús og hvert um sig 1800 fermetrar,” segir hann. Húsin fjögur eiga að rúma um 110 þúsund fugla. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist á næsta ári en það geti dregist til 2020.

Sveinn segir að með þessum stækkunum sé fyrirtækið að horfa til framtíðar, en það hefur stækkað töluvert á síðustu árum. „Við erum að horfa til næstu ára, það er alltaf eftirspurn eftir kjúklingi,” segir Sveinn.

Heimild: Ruv.is