Home Fréttir Í fréttum Hundraða millj­óna breyt­ing­ar á Lyng­hálsi 4

Hundraða millj­óna breyt­ing­ar á Lyng­hálsi 4

230
0
Lyngás 4 hef­ur fengið mikla and­lits­lyft­ingu. 3.000 fer­metr­ar hafa bæst við húsið. Mynd: mbl.is/​Valli

Hundraða millj­óna breyt­ing­ar standa nú yfir á at­vinnu­hús­næðinu Lyng­hálsi 4 í Reykja­vík, en síðar á ár­inu mun verk­fræðistof­an EFLA flytja alla sína starf­semi í húsið. Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu fyrr í sum­ar þurfti EFLA að finna sér nýtt hús­næði, eft­ir að raka­skemmd­ir og mygla greind­ust í nú­ver­andi hús­næði á Höfðabakka 9. Um 300 manns vinna hjá EFLU.

Pét­ur Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Eykt­ar, seg­ir að EFLA taki um 80% af hús­næðinu í leigu til 15 ára, en hreinsað var út úr öllu hús­inu og það end­ur­hannað miðað við þarf­ir verk­fræðistof­unn­ar, sem meðal ann­ars mun verða með rann­sókn­ar­stof­ur sín­ar á neðstu hæð, að sögn Pét­urs. Heild­ar­fer­metra­fjöldi húss­ins er nú 8.000 fer­metr­ar eft­ir breyt­ing­arn­ar.

Hannað af PKdM arki­tekt­um

Eins og sjá má þegar húsið er skoðað að utan hef­ur það fengið tals­verða and­lits­lyft­ingu. Þar mun­ar mest um ann­ars veg­ar 500 fer­metra viðbygg­ingu með stór­um og björt­um glugg­um á fimmtu hæðinni, þeirri efstu, þar sem út­sýni er glæsi­legt til allra átta, og hins veg­ar þriggja hæða viðbygg­ingu við húsið í port­inu á bakvið húsið. Alls nem­ur stækk­un­in um 3.000 fer­metr­um. EFLA verður einnig með hluta af viðbygg­ing­unni í port­inu í leigu, en enn er óráðstafað fyrstu hæð og hluta af ann­arri hæð ný­bygg­ing­ar­inn­ar. Hönnuður breyt­ing­anna er PKdM Arki­tekt­ar, en sú stofa teiknaði húsið upp­haf­lega á sín­um tíma.

Spurður um frek­ari tæki­færi á „háls­un­um“ vildi Pét­ur ekki nefna neitt eitt, en sagði að alltaf væri eitt­hvað í bíg­erð, eins og hann orðaði það. „Hálsa­hverfið er mjög öfl­ugt og gott svæði. Þarna er mikið af stór­um og góðum fyr­ir­tækj­um, og þetta er gott svæði til að vera með hús á.“

Pét­ur seg­ir aðspurður eft­ir­spurn eft­ir at­vinnu­hús­næði sé al­mennt góð. „Fyr­ir­tæki eru með svo mis­jafn­ar þarf­ir. Menn leita t.d. að mis­mik­illi loft­hæð, marg­ir leita eft­ir aukn­um sýni­leika o.fl.“

Heimild: Mbl.is