Home Fréttir Í fréttum Breytingar á umferð á horni Lækjargötu og Vonarstrætis vegna framkvæmda

Breytingar á umferð á horni Lækjargötu og Vonarstrætis vegna framkvæmda

63
0
Vinnusvæði vegna framkvæmda við hótel á horni Lækjargötu og Vonarstrætis

Gert er ráð fyrir að umferðin verði með þessum hætti næstu tvö árin.
Gert er ráð fyrir að umferðin verði með þessum hætti næstu tvö árin.Reykjavíkurborg

Vegna framkvæmda við hótel á horni Lækjargötu og Vonarstrætis, þar sem Íslandsbanki var áður, hafa ný umferðarljós verið sett upp á gatnamótunum.

Útfærsla umferðar tekur mið af því að tryggja greiða og örugga gönguleið með fram vinnusvæðinu og gera akstursleiðir öruggar. Gert er ráð fyrir að umferðin verði með þessum hætti næstu tvö árin.

Óhefðbundið fyrirkomulag er á umferðarljósum í Vonarstræti þar sem ljósin eru nokkuð innarlega í götunni.Reykjavíkurborg

Milli Skólabrúar og Vonarstrætis fer umferð nú eftir Lækjargötu um eystri akbraut þar sem vestari akbraut verður notuð undir gönguleið og vinnuaðstöðu verktaka. Af þessum sökum lokast um helmingur safnstæðis hópbifreiða við Mæðragarð.

Einungis strætisvögnum verður heimilt að aka vestur Vonarstræti meðan á framkvæmdum stendur og þá aðeins ef þeir koma eftir Lækjargötu úr norðri (hægri beygja inn í Vonarstræti). Allri annarri umferð að Vonarstræti er beint um Skólabrú.

Óhefðbundið fyrirkomulag er á umferðarljósum í Vonarstræti þar sem ljósin eru nokkuð innarlega í götunni. Þetta er vegna þess að fram hjá framkvæmdasvæðinu er einungis ein akrein en mikilvægt er að ökumenn virði það að stöðva við rauða ljósið. Ef það er ekki gert skapast umferðarhnútur á gatnamótunum sem heftir leið umferðar frá Lækjargötu.

Heimild: Visir.is