Home Fréttir Í fréttum Skúli Mogensen vill byggja 7.000 fermetra byggingu undir starfsfólk á Ásbrú

Skúli Mogensen vill byggja 7.000 fermetra byggingu undir starfsfólk á Ásbrú

105
0
Skúli Mogensen

Fyrirtæki í eigu fjárfestisins Skúla Mogensen, TF KEF ehf., lagði fram fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um að fá að skipta upp eða taka út hluta lóðar Valhallarbrautar 756-757, til byggingar starfsmannaíbúða á tveimur hæðum.

Fyrirtækið TF KEF sem rekur Base Hotel á Keflavíkurflugvelli var nýlega sett á sölu, en til stendur að nota söluandvirðið í að byggja nýjar höfuðstöðvar WOW-air í Reykjavík.

Hugmyndir fyrirtækisins ganga út á að nýta ca. 7.000m2 hluta lóðar við Valhallarbraut undir byggingarnar. Stærðir íbúða væru 30 – 45m2. Svalainngangar og stigagangar væru utanhúss. Nýtingarhlutfall 0,42.

Ráðið tók vel í hugmyndirnar en telur að þær þarfnist nánari útfærslu.

Heimild: Sudurnes.net