Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum við Víðihlíð í Grindavík miðar vel

Framkvæmdum við Víðihlíð í Grindavík miðar vel

79
0
Mynd: Gindavik.is

Góður gangur er í framkvæmdum við stækkun Víðihlíðar þessa dagana en nokkur dráttur varð á að hægt væri að hefja þær vegna ófyrirséðar jarðvinnu á svæðinu sem þurfti að klára áður en hægt var að hefjast handa. Með stækkuninni bætast sex íbúðir við þær sem fyrir eru í Víðihlíð, fjórar einstaklingsíbúðir og tvær paraíbúðir.

Mynd: Gindavik.is

Fannar Jónasson bæjarstjóri tók hús á þeim HH Smíðamönnum á dögunum en þegar bæjarstjóra og blaðamann bar að garði var verið að þétta síðustu gluggana í nýbyggingunni. Húsið er því orðið fokhelt og rúmlega það og nú tekur við vinna innandyra yfir hörðustu vetrarmánuðina meðan erfitt er að vinna mikið úti.

Upphaflega voru áætluð verklok 31. mars 2018 og bjartsýnustu menn vona að hægt verði að standa við þá áætlun þrátt fyrir áðurnefndar tafir á verkbyrjun.

Heimild: Grindavík.is