Home Fréttir Í fréttum Eina tækifæri almennings til að skoða Húsavíkurhöfðagöng

Eina tækifæri almennings til að skoða Húsavíkurhöfðagöng

121
0
Mynd: Gaukur Hjartarson

Eina tækifæri almennings til að skoða Húsavíkurhöfðagöng verður á morgun. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Vegagerðarinnar en þar segir að göngin verði tekin í notkun eftir helgi og að fljótlega muni fyrsti farmur með hráefni berast. Heimamönnum mun því gefast til til að skoða göngin fótgangandi fyrir hádegi á morgun en akandi eftir hádegi.

Göngin eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og því verður þetta eina tækifæri almennings til að skoða göngin. Þau verða annars vinnusvæði.