Home Fréttir Í fréttum Masterplanið kostar allt að 150 milljarða

Masterplanið kostar allt að 150 milljarða

55
0
Framtíðarsýn Keflavíkurflugvallar samkvæmt þróunaráætlun Isavia.

ISAVIA hyggst leggjast í framkvæmdir fyrir 100 til 150 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli milli 2018 til 2025. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA.

Framtíðarsýn Keflavíkurflugvallar samkvæmt þróunaráætlun Isavia.

 

 

Nú stendur yfir vinna við að útvíkka þróunaráætlun ISAVIA. Áætlunin („Masterplanið“) var kynnt árið 2015 sem „lifandi plagg“, en Guðni segir breytingar hafa átt sér stað á áætluninni þar sem fjölgun farþega hefur verið langt umfram þær farþegaspár sem notaðar voru til grundvallar þróunaráætluninni. Upphaflega var gert ráð fyrir því að framkvæmdirnar myndu kosta 70-90 milljarða króna milli 2015 til 2040.

Mikilvægt er þó að hafa í huga að framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli eru ekki fjármagnaðar af íslenska ríkinu heldur af tekjum flugvallarins og óríkistryggðum lánum. Ekki er gert ráð fyrir því að ríkið þurfi að leggja til fjámuni í framkvæmdirnar.

Heimild: Vb.is