Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Eyraveg og Selfossveg á Selfossi

Framkvæmdir við Eyraveg og Selfossveg á Selfossi

104
0

Nú eru hafnar framkvæmdir við lagfæringar á svæðinu við skyndibitastaðina að Eyravegi 2 og Selfossbíó meðfram Selfossvegi á Selfossi.

Lokað verður fyrir aðra akstursleiðina inn á svæðið af Eyravegi og bílastæðum fjölgað, jafnframt verður svæðið norðan við Selfossbíó lagfært og gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ekið sé upp á grassvæði við inngang bíósins við Selfossveg.

Breytingarnar eru gerðar í samráði við eigendur húsnæðis og rekstraraðila á svæðinu.

Heimild: sunnlenska.is